Karfan er tóm.
Fyrir leikina býður Krulludeildin upp á léttar veitingar sem samanstanda af ýmsum réttum, svo sem síld og rúgbrauði, flatbrauði með hangikjöti, ásamt graflaxi og fleira góðgæti. Einnig verður kaffi og kakó ásamt smákökum. Þátttakendur geta haft með sér drykkjarföng að eigin vali.
Húsið verður opnað kl. 18:00 og áætlað að byrja að spila kl. 19:00 en dregið verður í liðin um kl. 18:30 úr þeim sem mættir eru.Vegna skipulagningar er mjög áríðandi að þeir sem eru ákveðnir í að mæta tilkynni þátttöku til Hallgríms á netfangið hallgrimur@isl.is eða með símtali í 840 0887.
Spilaðir verða þrír fjögurra umferða leikir eftir Scenkel-kerfinu (stig, umferðir, steinar). Áætlað er að dagskrá ljúki um kl. 23:00 eða þar um bil.
Krullufólk er hvatt til að taka með sér góða skapið og ekki væri verra ef hugmyndaflugið fengi að ráða við val á klæðaburði.