Karfan er tóm.
Áramótamótið verður haldið miðvikudagskvöldið 29. desember og hefst kl. 20.00. Mæting er í fundarsalinn kl. 19.00 þar sem krullufólk mun krunka sig saman, teknar verða geðþóttaákvarðanir um reglurnar og dregið saman í lið. Krulludeildin býður upp á góðgæti fyrir leikina.
Krullufólk er hvatt til að koma með góða skapið og mæta í skemmtilegum búningum. Verðlaunin verða hefðbundin, en ekki er þó lofað verðlaunum fyrir flottasta búninginn.
Krullufólk er beðið um að tilkynna þátttöku - aðallega til að skipuleggjendur hafi hugmynd um fjöldann. Ef þú ert ákveðin(n) í að mæta máttu senda póst á haring@simnet.is eða senda sms/hringja í 824 2778. Annars er mæting frjáls þó fólk hafi ekki skráð sig.
Sama kvöld verður tilkynnt um val á krullumanni ársins og viðurkenning afhent.