Karfan er tóm.
Ekki eru ennþá komnar staðfestar upplýsingar um tölfræði leiksins í gær hjá strákunum í U20 liðinu. En á þessari síðu má sjá bráðabirgðayfirlit um markaskorara í kepninni.
Endanleg tölfræði leiksins er kominn á vefinn hjá IIHF. Ég renndi yfir leikskýrsluna í fljótheitum og þar má sjá að fyrsta mark leiksins kemur eftir 10 sekúndur (Jón Ingi skorar). Á 10. mínútu skora strákarnir 3 mörk á 28 sekúndum. Styst eru 6 sekúndur á milli marka og 3 dæmi eru um 7 sekúndur á milli marka. Í 3. leikhluta skora strákarnir 4 mörk í röð þar sem þeir eru manni færri þar af 3 mörk á 33 sekúndum.