Bara krulla næstu vikuna


Almenningstímarnir eru hættir þetta vorið, en hægt að leigja svellið fyrir hópa. Vikuna 30. apríl til og með 4. maí verður Krulludeildin alfarið með svellið vegna alþjóðlega krullumótsins Ice Cup og undirbúnings fyrir það.

Ekki verða fleiri opnir almenningstímar á þessu vori og ekki fleiri skautadiskó. Lausir tímar verða hins vegar leigðir til hópa sem vilja komast á skauta eða í krullu. Það er tilvalið tækifæri fyrir vinnufélagahópinn, bekkjarkvöldið, vinahópinn, afmælisveisluna eða bara einhvers konar hóp að leigja svellið og skemmta sér á skautum eða í krullu.

Vikuna 30. apríl til og með 4. maí verður Krulludeildin alfarið með svellið vegna alþjóðlega krullumótsins Ice Cup. Nauðsynlegt er að gera hlé á öllum æfingum í hokkí og listhlaupi á svellinu í þá daga sem krullufólk vinnur að undirbúningi mótsins.

Æfingar hefjast síðan aftur skv. maítöflu sunnudaginn 5. maí. Nánar verður sagt frá Vormóti hokkídeildar fljótlega.