Bikarmót Krulludeildar - úrslitaleikurinn í kvöld

Úrslitaleikur Bikarmóts Krulludeildar 2009 fer fram miðvikudagskvöldið 28. október.

Í úrslitaleiknum eigast við Garpar og Fífurnar. Bæði þessi lið þurftu að játa sig sigruð fyrr í vikunni þegar leikið var um verðlaunasætin á Akureyrarmótinu, Garpar misstu af gullinu og Fífurnar misstu af bronsinu. Það má því gera ráð fyrir að bæði liðin mæti til leiks með aukinn sigurvilja í kvöld.

Garpar urðu bikarmeistarar í fyrsta skipti sem þessi keppni fór fram 2004 og svo aftur 2006. Þeir hafa ekki tapað bikarúrslitaleik. Fífurnar komust í úrslit Bikarmótsins 2007 en töpuðu þeim leik.

Í mótinu nú hafa Garpar lagt að velli Svarta gengið og Skytturnar en Fífurnar sigruðu Mammúta og Riddara.