Karfan er tóm.
Í upphafi virtust Fálkar ætla að valta yfir Garpana þegar þeir skoruðu 6 stig í fyrstu umferðinni. Garpar náðu aðeins að skora eitt í annarri umferð og Fálkar svöruðu með einu stigi, þannig að staðan var 7-1 Fálkum í vil þegar leikurinn var hálfnaður. Þá gerðu Garpar sér lítið fyrir og skoruðu 5 stig og minnkuðu muninn í 7-6. Aftur skoruðu Fálkar eitt stig og fóru inn í lokaumferðina með tveggja stiga forskot, 8-6. Þar tókst Görpum að skora tvö stig og jafna leikinn þannig að leika þurfti aukaumferð.
Í aukaumferðinni voru Garpar lengst af með innsta stein (þ.e. stig) en Fálkar fengu nokkur tækifæri til að skjóta í sinn stein og koma honum inn á miðjuna. Þær tilraunir mistókust og eftir að Garpar náðu að loka flestum leiðum áttu Fálkar mjög erfitt skot með sínum síðasta steini en það skot gekk ekki upp. Garpar skoruðu því eitt stig í aukaumferðinni og sigruðu eins og áður sagði, 9-8. Vissulega svekkjandi tap fyrir Fálka sem virtust hafa leikinn í hendi sér þegar hann var hálfnaður.
Þetta var í sjöunda skiptið sem Bikarmóti Krulludeildar fer fram og í fjórða skipti sem Garpar hampa bikarnum. Hallgrímur Valsson, fyrirliði Garpa, er reyndar eini liðsmaðurinn sem unnið hefur bikarinn í öll skiptin með Görpum þannig að segja má að hann sé sannkallaður útsláttarkóngur í krullunni - því bikarmótið er leikið með útsláttarfyrirkomulagi.
Krulluvefurinn óskar Hallgrími og Görpum til hamingju með gullið og Fálkum með silfrið.
Ætlunin var að birta hér og á Facebook myndband sem tekið var af síðari hluta aukaumferðarinnar í leiknum en því miður reyndist myndbandið of stórt til að mögulegt væri að hlaða því upp. Unnið verður í því að leysa úr málinu.