Karfan er tóm.
Okkar menn hófu leik á EM í morgun, töpuðu fyrsta leik.
Leikurinn í morgun var gegn góðkunningja Íslendinga, Chris Wells, frá Wales. Íslensk lið hafa áður átt í höggi við hann og hans menn á svellinu og reyndar hefur Chris Wells átt í höggi við Ísland að öðru leyti því gosið í Eyjafjallajökli kom í veg fyrir að hann kæmist á HM eldri leikmanna.
En hvað um það, leikurinn í morgun endaði 9-2 fyrir Chris Wells og félaga. Þeir komust yfir með því að skora eitt stig í fyrstu en íslenska liðið svaraði með tveimur stigum. Það reyndust síðan einu stig okkar manna í leiknum því andstæðingarnir unnu næstu fimm umferðir og úrslitin á endanum 2-9 eins og áður sagði.
Liðið á aftur leik núna síðdegis þegar okkar menn mæta svissnesku liði undir stjórn Rene Joller.