Karfan er tóm.
Evrópska krullusambandið, ECF, staðfesti í morgun hvaða þjóðir eru skráðar til leiks á Evrópumótinu í krullu 2010. Í C-flokki eru sjö þjóðir skráðar til leiks, Hvíta-Rússland, Ísland, Litháen, Luxembourg, Serbía, Slóvakía og Tyrkland. Tyrkir eru nýir á þessum vettvangi en Grikkir, sem áttu að vera í C-flokki, flytjast í B-flokk þar sem Pólverjar skráðu ekki lið til leiks í þeim flokki. Þetta þýðir að íslenska liðið leikur að minnsta kosti sex leiki, jafnvel fleiri ef vel gengur.
Nánar á bloggsíðu landsliðsins: http://krulla-em2010.blogspot.com,