Fjáröflun - fjáröflun

Nú gefst öllum iðkendum LSA kostur á að taka þátt í fjáröflun með því að selja jólapappír. Það eru tvær pakkningar í boði.

Pakkn. nr 1 inniheldur  5 rúllur jólapappír 2 mtr., hnotupakkn. merkispjöld og límband. Kostar 1000,- og má selja á 2000. Iðkandi fær þá 1000 í sinn vasa.

Pakkn. nr. 2 inniheldur 3 rúllur jólapappír 5 mtr, 1 rúllu 2 mtr, hnotupakkn. merkispjöld og límband. Kostar 1400,- má selja á 2500,- iðkandi fær 1100 í sinn vasa.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessari fjáröflun eru vinsamlegast beðnir að láta vita fyrir fimmtudag til rakelhb@simnet.is  s. 662 5260 hversu margar pakkn. þeir hafa hug á að taka. Ath. það þarf að borga fyrir pakkn. um leið og þær eru teknar. Þetta ætti að verða tilbúið til afhendingar á föstudag.  Ég fékk ekkert mjög margar pakkn. svo endilega bregðist fljótt við svo ég geti þá reynt að útvega meira ef þetta reynist ekki nóg. Ætlunin er að pakka þessu á fimmtudagskvöldið kl. 20 í Brekkuskóla (norðurenda í gamla Gaggahúsinu) ef einhverjir foreldrar eru tilbúnir til að aðstoða okkur væri það mjög gott. Gott væri að fá að vita ef einhverjir geta aðstoðað. Þetta ætti ekki að taka nema 1 - 1 1/2 klst.