Fjórða umferð deildarkeppninnar á mánudag.

Spennan magnast með hverri umferð. Fjögur lið hafa möguleika á að vera með sex stig eftir leiki mánudagsins.

Eftir leiki mánudagsins og frestaða leiksins milli Mammúta og Svartagengis sem verður á miðvikudag má búast við að línur fari að skýrast í deildarkeppninni, en allt er galopið ennþá. Eftir leiki mánudagsins er ljóst að annað hvort Víkingar eða Mammútar verða með sex stig þar sem þau lið leika saman. Garpar og Üllevål hafa einnig möguleika á að ná sex stigum með sigri í sínum leikjum. Mammútar og Svartagengið eiga leik til góða sem leikinn verður á miðvikudagskvöld þegar hin liðin eiga frí frá keppni. Vinni Mammútar leik sinn við Víkinga á mánudag og Svartagengið á miðvikudag sitja þeir einir á toppnum með 8 stig, en við spyrjum að leikslokum, þetta er ekki búið fyrr en það er búið.   Næstu leikir:
Braut 2Braut 3Braut 4Braut 5
Svartagengið ÜllevålGarparVíkingar
RiddararSkytturFífurMammútar
Ísumsjón
GarparÜllevålVíkingar
Frestaður leikur
Miðvikudagur 25 febrúar
Svartagengið 
Mammútar