Karfan er tóm.
Foreldrafélag SA . Fréttabréf . Kæru iðkendur og foreldrar.....................................
Nú styttist í Brynjumótið, en það verður helgina 17.-18. nóvember nk. Þegar svona mót er haldið þarf að huga að ýmsu og þá þurfum við hjálp ykkar foreldranna. Venjan er að bjóða aðstandendum þeirra sem koma að sunnan kaffi og meðlæti í fundarherberginu uppi. Foreldrar hafa hjálpað til og bakað og verður sama fyrirkomulag þetta árið. Þegar okkar börn keppa fyrir sunnan hefur okkur verið boðið upp á það sama.ATH!!! Nauðsynlegt er að hafa hjálm með grind og hálshlíf
Með von um góða þátttöku,
f.h. foreldrafélagsins, Sólveig Hulda Valg.
solveighulda@plusnet.is eða s: 660-4886
Skilaboð frá stjórn
Von er á hummel göllunum í næstu viku og viljum við biðja ykkur að fylgjast með auglýsingu á heimasíðunni, einnig fáið þið póst. Gallinn er á 6500 kr.
Senn líður að jólum ;o) og ætlum við að selja kaffipakningar (kaffi, kerti, súkkulaði) eins og gert hefur verið síðustu ár og hefur þetta verið góð búbót fyrir krakkana upp í suðurferðir. Foreldrar verða að mæta og pakka þeim pakkningum sem þeir ætla að fá þegar þar að kemur. Stefnt er á að gera þetta í vikunni 20.-24. nóvember en verður auglýst síðar.
Ath! Þeir sem fá ekki tölvupóst er vinsamlegast bent á að senda sólveigu póst og hvaða barn þið eigið og í hvaða flokki og því verður kippt í liðinn.
Kv. Stjórnin