Frábær árangur á Vetrarmóti ÍSS


Keppendur úr röðum SA unnu til gullverðlauna í fimm flokkum á Vetrarmóti ÍSS sem fram fór í Skautahöllinni á Akureyri um helgina. 
Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir, Emilía Rós Ómarsdóttir, Marta María Jóhannsdóttir, Pálína Höskuldsdóttir og Aldís Kara Bergsdóttir unnu sína flokka.

Hér eru helstu úrslit sunnudagsins (sjá fyrri frétt um úrslit laugardagsins). Ef smellt er á nafn hvers flokks opnast úrslitasíða fyrir þann flokk. Einnig er hægt að fara á yfirlitssíðu úrslitavefsins og velja flokka þar, sundurliðun einkunna o.s.frv.

Junior
Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir hafnaði í 3. sæti með 85,19 stig í sinni fyrstu keppni í Junior flokki. Hún var hársbreidd frá því að ná öðru sætinu. Sigurvegari varð Vala Rún Magnúsdóttir úr SR og Júlía Grétarsdóttir úr Birninum varð önnur.

Advanced Novice
Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir var með góða forystu eftir fyrri daginn og hélt henni, lauk keppni með 73,45 og ef fréttaritara skjátlast ekki er þetta hennar hæsta einkunn til þessa. SA-stelpur voru í meirihluta í þessum flokki, Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir varð í 2. sæti, Sara Júlía Baldvinsdóttir í þriðja og Arney Líf Þórhallsdóttir í fimmta.

12 ára og yngri A
Emilía Rós Ómarsdóttir sigraði í þessum flokki, fékk 38,14 í einkunn. Katla Einarsdóttir varð önnur og Hólmfríður Hafliðadóttir þriðja, báðar úr SR.

10 ára og yngri A
Marta María Jóhannsdóttir keppti í fyrsta sinn í þessum flokki og sigraði, hlaut 29,57 í einkunn. Helga Karen Pedersen úr Birninum varð önnur og Nanna Kristín Bjarnadóttir úr SR þriðja.

8 ára og yngri A
Rebekka Rós Ómarsdóttir varð önnur í þessum flokki með einkunnina 19,44. Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir sigraði í þessum flokki og Aníta Núr Magnúsdóttir varð þriðja, báðar úr Birninum.

8 ára og yngri B
Kolfinna Ýr Birgisdóttir varð önnur með 13,76 í einkunn. María Kristín Sigurðardóttir sigraði í þessum flokki og Guðrún Björk Helgadóttir varð önnur, báðar úr SR. SA-stelpurnar Katrín Rós Björnsdóttir og Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir urðu í 7. og 8. sæti.

Verðlaunaflóð
SA-stelpurnar náðu sér semsagt í þrenn gullverðlaun, þrenn silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun í dag og tvenn gullverðlaun, ein silfurverðlaun og ein bronsverðlaun í gær. Samtals: 5 gull, 4 silfur, 3 brons. Frábærlega vel gert hjá okkar stelpum og óskum við þeim öllum til hamingju með þennan eftirtektarverða árangur.

Ásgrímur Ágústsson mundaði vélina á mótinu og vonandi fáum við myndir af okkar stelpum hingað inn á vefinn innan tíðar. Myndirnar hér að neðan tók Ásgrímur á Haustmóti ÍSS 2012, en hér eru þær þrjár sem unnu sína flokka í dag. 

Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir


Emilía Rós Ómarsdóttir

Marta María Jóhannsdóttir