Frábærlega vel heppnað SA barnamót


Um helgina fór fram SA barnamótið í 5., 6. og 7. flokki í íshokkí í Skautahöllinni á Akureyri. "Þetta var frábært mót og krakkarnir stóðu sig virkilega vel," segir Sarah Smiley.

Mótið tókst í alla staði vel og stóðu hokkíkrakkar SA sig með prýði eins og við var að búast. Sarah Smiley þjálfari var ánægð eftir helgina: "Þetta var alveg frábært mót um helgina og ég er þakklát þjálfurunum, foreldrunum og starfsfólki fyrir alla vinnuna. Þessi mót gætu aldrei gengið svona vel án þessa fólks."

Að þessu sinni komu 70 krakkar að sunnan, 35 frá SR og 35 frá Birninum. Frá SA voru 65 þátttakendur á aldrinum 4-11 ára. Eftirtalin lið tóku þátt fyrir hönd SA: 5A, 5B Freyjur (stelpur) og 5B Víkingar (strákar) í 5. flokki, 6A, 6B1 og 6B2 í 6. flokki og svo 71 og 72 í 7. flokki, alls átta lið. "Krakkarnir stóðu sig virkilega vel, spiluðu virkilega vel og lögðu sig fram, sýndu keppinautunum virðingu og gerðu þjálfara sína ánægða með því að sýna það sem unnið hefur verið að hörðum höndum á æfingum. Skautafélag Akureyrar er stolt af þessum krökkum," segir Sarah Smiley.

Miðað við þessa þátttöku og ummæli yfirþjálfarans þarf félagið engu að kvíða um framtíðina, hvorki í karla- né kvennaflokki. 

Því miður hefur fréttaritari engar myndir frá mótinu. Það væri virkilega gaman ef einhverjir sem voru með myndavélar á lofti um helgina hefðu áhuga á að senda okkur myndir til birtingar hér á sasport.