Á morgun sunnudaginn 13. nóvember klukkan 19 verður fundur með iðkendum og foreldrum í fundarherberginu í skautahöllinni.
Fjallað verður um nýja dómarakerfið sem verið er að taka upp nú á Íslandi. Það er MJÖG mikilvægt sem flestir mæti til að kynnast þessu nýja kerfi, sérstaklega iðkendur í M flokki, 1. flokki og 2. flokki og foreldrar þeirra, en allir eru velkomnir sem áhuga hafa.
Á Bikarmótinu í Reykjavík um næstu helgi verður í fyrsta sinn dæmt með þessu nýja kerfi og mun svo vera dæmt samkvæmt nýja dómarakerfinu á öllum mótum ÍSS hér eftir. Mimmi ásamt stjórnarmeðlimum í Skautasambandi Íslands munu halda kynningu á kerfinu og svara spurningum.