Fyrsti leikur gegn Skautafélagi Hafnarfjarðar

Skautafélag Akureyrar mætir Skautafélagi Hafnarfjarðar í fyrsta sinn á íshokkívellinum næstkomandi fimmtudag þegar liðin mætast í Skautahöllinni á Akureyri í toppdeild karla.
Skautafélag Hafnarfjarðar, sem var stofnað fyrir þetta tímabil, er með góða blöndu af ungum og efnilegum, reynsluboltum í sportinu og erlenda leikmenn. Liðið fór rólega af stað í deildarkeppninni en hefur farið vaxandi og náði liðið í sín fyrstu stig á Íslandsmótinu í síðustu viku þegar liðið tapaði í framlengdum leik gegn Fjölni. Leikurinn á fimmtudag er heimaleikur Skautafélags Hafnarfjarðar en þar sem að Hafnarfjörður er ekki komið með heimavöll sér SA um umgjörð utan vallar eins og um sinn heimaleik sé að ræða en Skautafélag Hafnarfjarðar verður heimalið á markatöflu og inni í umgjörð leiksins á vellinum. Við bjóðum Skautafélag Hafnarfjarðar velkomið til leiks og hvetjum fólk til þess að mæta í stúkuna á þennan sögulega viðburð og má búast við flottum hokkíleik. 
Leikurinn hefst kl. 19:30. Forsala Miða á Stubb: https://stubb.is/events/o1Vk1b. Burger fyrir leik og í leikhléum og sjoppan opin í Ásgarði.