Karfan er tóm.
Kæru foreldrar og iðkendur!
Generalprufa fyrir jólasýninguna verður milli 18 og 19 föstudaginn 16. desember. Þá viljum við biðja þá sem geta að koma í búningunum sínum!
Allir iðkendur mæta hálftíma áður en sýning byrjar á sunnudeginum eða kl. 16:00!
4. flokkur a og 4. flokkur b (hóparnir þeirra Helgu, Audrey, Heiðu og Berglindar) eru með sameiginlegt sýningaratriði og er þeirra atriði nr. 3! Því verða þessi börn að mæta beint inn í búningsklefa á sýningardeginum!!! Svo mega þau fara úr skautunum og horfa á sýninguna fram að hléi. Eftir hlé þá viljum við biðja krakkana að koma aftur inn í klefa því að þeir eiga að koma aftur inn á svellið í lokaatriðinu þegar allir dansa í kringum jólatréð!
4. flokkur c (hópurinn þeirra Eriku og Ástu) er fyrsta atriði eftir hlé. Krakkarnir mega horfa á sýninguna upp í stúku fram að hléi en koma svo niður í klefa og hitta þjálfarana sína um leið og hlé byrjar, þar fara krakkarnir í skautana og búningana sem þjálfararnir koma með! Eftir þeirra sýningaratriði þá fara þeir með þjálfurunum sínum út af svellinu og bíða þar til lokaatriðið er, þá fara allir iðkendur aftur út á svellið og dansa í kringum jólatréð!
Krakkar í 3. flokki S eru 4. atriðið í sýningunni og eiga að mæta beint inn í klefa hálftíma áður en sýningin byrjar. Svo mega krakkarnir fara upp í stúku og horfa á sýninguna. Allir fara inn á svellið í lok sýningar og því verða krakkarnir að fara að klæða sig aftur í skautana fljótlega eftir hlé.
Krakkar í 3. flokki H eru 7. atriðið í sýningunni, síðasta atriði fyrir hlé og eiga krakkarnir að fara beint inn í klefa þegar 3. flokkur S hefur lokið sínum dansi. Þar mun Berglind bíða eftir ykkur og fylgja ykkur á réttan stað. Krakkarnir fara svo með Berglindi inn í klefa að loknum dansi.
Krakkar í 2. flokki eru 13. atriðið og mega horfa á sýninguna upp í stúku fram að hléi og koma svo niður í klefa og gera sig tilbúna þegar hléi lýkur. Eftir atriðið þeirra þá bíða þeir í skautunum og fara svo inn á svellið í lokin eins og aðrir.
Krakkar í M flokki og 1. flokki eru vonandi með allt á hreinu!! :)
Kveðja, þjálfarar!
Ef einhverjar vangaveltur eru eða spurningar varðandi sýninguna hafið þá samband við Helgu Margréti í síma 6996740.