Gimli Cup - keppt í níunda sinn um Gimli-bikarinn

Gimli Cup er eitt af tveimur langlífustu krullumótum á Íslandi. Keppni hefst mánudagskvöldið 2. nóvember.

Gimli Cup hefst á mánudagskvöldið og taka átta lið þátt að þessu sinni.

Keppt er um hinn veglega Gimli-bikar sem Vestur-Íslendingarnir Alma og Ray Sigurdsson frá Gimli í Manitóba gáfu til Krulludeildarinnar þegar Skautahöllin var vígð árið 2000. Fyrst var keppt um bikarinn 2001 og er mótið nú því það níunda í röðinni. Gimli Cup er semsagt eitt langlífasta krullumót á landinu. Ef til vill er það aðeins hið svokallaða Áramótamót sem hefur farið fram oftar. Fréttaritari hefur ekki upplýsingar á reiðum höndum um það.

Oft hefur keppnin um Gimli-bikarinn verið jöfn og má sem dæmi nefna að árið 2006 enduðu fjögur lið jöfn og efst með 12 stig og liðið í fimmta sætinu var aðeins stigi á eftir þeim. Árið 2007 enduðu tvö lið jöfn og efst með 12 stig. Vorið 2003 var Gimli Cup leikið um helgi og tók þá þátt í mótinu lið frá Tårnby krulluklúbbnum í Danmörku sem er Íslendingum að góðu kunnur.

Garpar og Mammútar hafa unnið mótið tvisvar en Víkingar, Skytturnar, Bragðarefir og lið án nafns einu sinni hvert. Sá einstaklingur sem oftast hefur unnið Gimli-bikarinn er Hallgrímur valsson, alls þrisvar.

Sigurlið í Gimli Cup frá upphafi:

2001: Lið án nafns - Ásgrímur Ágústsson, Gísli Kristinsson, Hallgrímur Valsson og Jón Rögnvaldsson.
2002: Víkingar - Birgitta Reinaldsdóttir, Björn Arason, Gísli Kristinsson, Jón S. Hansen.
2003: Garpar - Ágúst Hilmarsson, Ásgrímur Ágústsson, Hallgrímur Valsson, Magnús E. Finnsson, Sigfús Sigfússon.
2004: Garpar - Davíð Valsson, Guðmundur Pétursson, Hallgrímur Valsson, Magnús E. Finnson, Sigurður Gunnarsson.
2005: Skytturnar - Ágúst Hilmarsson, Birgitta Reinaldsdóttir, Jón S. Hansen, Sigurður Gunnarsson, Sigurgeir Haraldsson
2006: Mammútar - Arnar Sigurðsson, Björgvin Guðjónsson, John Cariglia, Jón Ingi Sigurðsson, Ólafur Númason
2007: Bragðarefir - Davíð Valsson, Heimir Jónasson, Hólmfríður Þórðardóttir, Jóhann Ingi Einarsson, Jón Einar Jóhannsson.

2008: Mammútar -
Arnar Sigurðsson, John Cariglia, Jens Kristinn Gíslason, Jón Ingi Sigurðsson, Ólafur Númason

Eftirtaldir einstaklingar hafa hampað Gimli-bikarnum:

Þrisvar
Hallgrímur Valsson (Lið án nafns og Garpar

Tvisvar
Arnar Sigurðsson (Mammútar)
Ágúst Hilmarsson (Garpar og Skytturnar)
Ásgrímur Ágústsson (Lið án nafns og Garpar)
Birgitta Reinaldsdóttir (Víkingar og Skytturnar)
Davíð Valsson (Garpar og Bragðarefir)
Gísli Kristinsson (Lið án nafns og Víkingar)
John Cariglia (Mammútar)
Jón Ingi Sigurðsson (Mammútar)

Jón S. Hansen (Víkingar og Skytturnar)
Ólafur Freyr Númason (Mammútar)
Magnús E. Finnsson (Garpar)
Sigurður Gunnarsson (Garpar og Skytturnar)

Einu sinni
Björgvin Guðjónsson (Mammútar)
Björn Arason (Víkingar)
Davíð Valsson (Bragðarefir)
Guðmundur Pétursson (Garpar)
Heimir Jónasson (Bragðarefir)
Hólmfríður Þórðardóttir (Bragðarefir)
Jens Kristinn Gíslason (Mammútar)
Jóhann Ingi Einarsson (Bragðarefir)
Jón Einar Jóhannsson (Bragðarefir)
Jón Rögnvaldsson (Lið án nafns 2001)
Sigfús Sigfússon (Garpar)
Sigurgeir Haraldsson (Skytturnar)