Karfan er tóm.
Þrír leikir fóru fram í fjórðu umferð Gimli Cup í kvöld en einum leik var frestað. Skytturnar eru nú í efsta sætinu með fjóra sigra eftir að hafa lagt Svarta gengið að velli en Garpar eru án taps eins og Skytturnar. Leik Garpa gegn Üllevål var frestað í kvöld og á liðið því leik til góða. Mammútar eru komnir að hlið Garpa með þrjá sigra eftir sigur á Fífunum í kvöld en þeir hafa tapað einum leik.
Úrslit kvöldsins:
Svarta gengið - Skytturnar 3-6
Víkingar - Riddarar 9-6
Garpar - Üllevål FRESTAÐ
Fífurnar - Mammútar 2-8
Fimmta umferðin verður leikin miðvikudagskvöldið 18. nóvember en þá eigast meðal annars við liðin í 2. og 3. sæti.
Leikjadagskrá og öll úrslit í excel-skjali hér.