Karfan er tóm.
Í kvöld fóru fram tveir leikir sem frestað var í þriðju umferð Gimli Cup. Leikirnir voru eins og svart og hvítt. Annars vegar náðu Riddarar strax undirtökunum gegn Skyttunum og sigruðu að lokum 12-2 eftir aðeins fimm umferðir. Hins vegar var mjög spennandi leikur á milli Fífanna og Víkinga þar sem úrslitin réðust á síðasta stein í síðustu umferð þegar Fífunum tókst að skjóta í sinn stein þannig að hann fór inn í hring og í stein Víkinga sem þar sat. Fífurnar náðu þannig einu stigi í lokaumferðinni og sigruðu, 4-3.
Segja má að úrslit kvöldsins hafi verið Görpum hagstæð því fyrir umferðina voru Víkingar eina taplausa liðið. Garpar eru því áfram í efsta sætinu, hafa þrjá vinninga úr fjórum leikjum, Víkingar hafa tvo vinninga úr þremur leikjum, en þessi tvö lið eigast einmitt við í næstu umferð. Fálkar og Riddarar hafa einnig tvo vinninga, en eftir fjóra leiki. Skytturnar, Mammútar og Fífurnar hafa öll einn vinning úr þremur leikjum.
Fimmta umferð Gimli Cup fer fram mánudagskvöldið 22. nóvember en þá eigast við:
Braut 2: Fálkar - Mammútar (bæði lið sjá um svellið)
Braut 4: Fífurnar - Skytturnar
Braut 5: Víkingar - Garpar
Riddarar sitja yfir.