Gimli Cup: Víkingar sigruðu

Gimli-meistarar 2010: Kristján Þorkelsson, Gísli Kristinsson, Jóhann Björgvinsson og Elísabet Inga Á…
Gimli-meistarar 2010: Kristján Þorkelsson, Gísli Kristinsson, Jóhann Björgvinsson og Elísabet Inga Ásgrímsdóttir.
Víkingar unnu mótið þrátt fyrir stórt tap í lokaumferðinni.

Víkingar áttu ekki góðan leik í lokaumferð Gimli Cup, urðu að játa sig sigraða, 0-9, fyrir Mammútum eftir fimm umferða leik. Þrátt fyrir þetta tap unnu þeir mótið því úrslit í öðrum leikjum urðu þeim hagstæð. Fálkar sátu yfir í kvöld og enduðu jafnir Víkingum með fjóra vinninga. Görpum og Fífunum mistókst hins vegar að komast upp að hlið efstu liðanna, Garpar töpuðu fyrir Skyttunum, 2-6, og Fífurnar töpuðu gegn Riddurum, 3-5. Þar sem Víkingar og Fálkar enduðu einir á toppnum teljast Víkingar sigurvegarar þar sem þeir unnu leikinn gegn Fálkunum. Garpar nældu sér í þriðja sætið því þeir urðu jafnir Fífunum og Riddurum með þrjá vinninga og raðast efst þessara liða vegna sigurs gegn þeim báðum. Mammútar og Skytturnar verma botnsætin, bæði liðin fengu tvo vinninga.

Lokastaðan:

Lið 
sigrar
  töp 
 Víkingar  
  4  2
 Fálkar
  4  2
 Garpar  3
  3
 Riddarar  3  3
 Fífurnar
  3  3
 Mammútar
  2  4
 Skytturnar
  2  4

Krulluvefurinn óskar verðlaunahöfunum til hamingju með árangurinn.