Góður árangur í Króatíu (uppfært á sunnudagskvöldi)

Sara, Emilía, Hrabba og Gugga.
Sara, Emilía, Hrabba og Gugga.


Listhlaupsstelpurnar úr SA hafa staðið sig vel á Mladost Trophy sem fram fer í Zagreb. Keppni lýkur í dag og þá tekur við ferðalag til Póllands og æfingabúðir þar.

Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir náði 11. sæti samanlagt í stúlknaflokki (Advanced Novice). Hún var í 16. sæti eftir stutta prógrammið og í 11. sæti í frjálsa prógramminu, sem gaf henni 11. sætið samanlagt með 71,95 í einkunn. Sara Júlía Baldvinsdóttir varð í 21. sæti í sama flokki með 55,32 í einkunn.

Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir keppti í stutta prógramminu í junior kvennaflokki í gær og var í 9. sæti með 32,15 í einkunn eftir það. Hún endaði svo í 11. sæti með 87,48 í einkunn eftir frjálsa prógrammið í dag.

Á úrslitasíðu mótsins má sjá sundurliðun einkunna í öllum flokkum, meðal annars lokaröðina í stúlknaflokki  og lokaröðina í junior kvennaflokki.