Heimasigur SA Víkinga á Fjölni um helgina

SA Víkingar unnu 4-0 sigur á Fjölni í leik helgarinnar í Hertz-deild karla og léku glimrandi vel á löngum köflum. Það tók 34 mínútur fyrir Víkinga að brjóta á aftur sterkan varnarmúr Fjölnis en eftir það brustu varnir og mörkin komu á færibandi þar sem Unnar Rúnarsson skoraði 2 mörk, Andri Már Mikaelsson og Heiðar Jóhannsson sitthvort markið. SA Víkingar skutu 48 skotum á mark á móti 20 skotum Fjölnis og Jakob Jóhannsson hélt markinu hreinu hjá Víkingum. SA Víkingar styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar enn frekar og mæta næst Skautafélagi Reykjavíkur í Laugardalnum 2. desember.