Hópferð á leikinn (staðfest)

Mynd: Sigurgeir Haraldsson (23.03.2013)
Mynd: Sigurgeir Haraldsson (23.03.2013)


SA Víkingar mæta Birninum í fjórða leik liðanna í úrslitakeppni Íslandsmóts karla í íshokkí. Verið er að undirbúa hópferð á leikinn. Skráning í hópferðina stendur til miðnættis í kvöld.

Áhugasamur hópur foreldra úr hokkídeildinni hefur skipulagt sætaferð á leikinn. Staðfest er að næg þátttaka er í ferðina þannig að hún verður farin. Kostnaður verður ekki yfir 8.000 krónum, en endanlegt verð kemst á hreint á mánudagsmorgni. Innifalið er miði á leikinn, ferð með rútu fram og til baka og pítsuveisla að loknum leik.

Farið verður af stað kl. 12.30 og til baka aftur eftir leikinn. Leikurinn hefst kl. 19.00. Stoppað veður einu sinni á leiðinni suður (í Staðarskála) til að borða og hver og einn sér um sinn mat. Þar sem heimferðin eftir leikinn yrði seint annað kvöld verður hvergi opið og því ekki hægt að stoppa til að versla á leiðinni.

Allir eru velkomnir í þessa ferð. Börn fædd 2000 og síðar þurfa að vera í fygld með fullorðnum. Upplýsingar og skráning í ferðina: Anna Guðný, sa-foreldrar@simnet.is og sími 897 6074.

Þeir sem ætla með þurfa að skrá sig fyrir miðnætti í kvöld, sunnudag.