Karfan er tóm.
Fjórtán lið munu taka þátt og ákvörðun um keppnisfyrirkomulag verður tekin í kvöld og þá vonandi kynnt hér á vefnum í beinu framhaldi af því. Reikna má með því að hvert lið leiki fjóra leiki (einn á fimmtudag, tvo á föstudag og einn á laugardag) en síðan leiki efstu liðin úrslitaleiki um verðlaun.
Opnunarhófið verður miðvikudagskvöldið 4. maí kl. 21.00 og í Vitanum, þjónustumiðstöðinni við Oddeyrarbryggju. Þar verður dregið í leiki fyrstu umferðar. Hugsanlegt er að hægt verði að fara eftir séróskum um leiktíma á fimmtudag og/eða föstudag, en allar óskir um slíkt þurfa að koma fyrir dráttinn.
Þátttökugjaldið á Ice Cup er 26.000 krónur á lið og er innifalið í því aðgangur og matur fyrir fjóra leikmenn á lokahófinu á laugardagskvöldið. Óskað er eftir því að sem flest lið verði búin að greiða þátttökugjaldið fyrir mótið, helst með bankamillifærslu inn á reikning Krulludeildarinnar.
Bankareikningur: 0302-13-301232, kennitala: 590269-2989, setjið nafn liðsins í skýringu og staðfestingarpóst á netfang gjaldkera, davidvals@simnet.is.