Karfan er tóm.
Minnum á að í dag eru sýndir undanúrslita-leikirnir frá HM 2005 í Austurríki, annarsvegar núna kl. 14:00 og svo skömmu fyrir kl. 01:00 í nótt!
Frábært framtak hjá sjónvarpinu! Látum þá vita af því! Jæja fyrri leiknum er lokið með sigri góðu strákana 4-3 ((3-0)(1-2)(0-1)). Kanada komst í 4-0 áður en Rússar fóru að saxa á forskotið. Rússar voru heillum horfnir framan af og Kanada náði góðu forskoti án verulegra erfiðleika. Í stöðunni 4-0 fór Kanada að leggja áherslu á að halda fengnum hlut og smám saman fóru Rússarnir í gang og litlu munaði í amk tvígang að Rússar næðu að jafna á síðustu 2 mínútunum. Fréttaritari stendur í þeirri trú að dómari hafi tekið löglegt mark af Kanada þegar hann dæmdi rangstöðu undir lok 3. leikhluta.