Karfan er tóm.
Garpar og Ice Hunt hafa unnið tvo fyrstu leiki sína á Íslandsmótinu í krullu og eru örugg inn í úrslitakeppni fjögurra efstu.
Þriðja umferð deildarkeppninnar fór fram sl. mánudagskvöld. Garpar og Ice Hunt hafa bæði leikið tvo leiki og unnið báða, sem þýðir að liðin eru örugg inn í úrslitakeppni fjögurra efstu.
Garpar sátu yfir í 3. umferðinni, en höfðu þegar unnið tvo fyrstu leiki sína. Ice Hunt sigraði Víkinga eftir að hafa lent undir, náð að jafna, lent aftur undir en skoruðu síðan sex síðustu stigin í leiknum.
Mammútar og Freyjur áttust einnig við og höfðu Mammútar betur í jöfnum leik þar sem Mammútar sigruðu með því að skora tvö stig í lokaumferðinni. Bæði liðin hafa unnið einn leik. Víkingar eru enn án sigurs.
Úrslit leikja í 3. umferð:
Ice Hunt - Víkingar 10-7
Freyjur - Mammútar 4-6
Mánudagskvöldið 17. febrúar verður gert hlé á Íslandsmótinu, en næsta umferð fer fram mánudagskvöldið 24. febrúar.
Leikir fjórðu umferðar:
1: Garpar - Freyjur
2: Mammútar - Ice Hunt
Ísumsjón: Freyjur og Ice Hunt
Öll úrslit (excel)