Íslandsmótið í krullu nálgast

Íslandsmeistarar 2012: Mammútar
Íslandsmeistarar 2012: Mammútar


Reiknað er með að deildarkeppni fyrir Íslandsmótið í krullu hefjist í Skautahöllinni á Akureyri mánudagskvöldið 28. janúar. 

Miðað er við að eingöngu verði spilað á mánudagskvöldum með sama formi eða svipuðu og í fyrra. Fyrirliðar annað krullufólk er því hvatt til að huga að skráningu liða í mótið og þau lið sem vantar leikmenn, eða leikmenn sem vantar lið, ættu að huga að þeim málum sem fyrst. Um slíkt getur krulludeildin haft milligöngu og geta því áhugasamir sem vilja komast í lið haft samband við formann, eða lið sem vatnar leikmann til að fylla hópinn.

Nánari upplýsingar um skráningu og þátttökugjald verða birtar fljótlega. Keppnisfyrirkomulag, m.a. fjöldi leikja, mun síðan ráðast af fjölda liða sem tekur þátt.

Aukamót á miðvikudagskvöldum
Ætlunin er að bjóða þeim sem hafa áhuga upp á mót á miðvikudagskvöldum í vetur og verður það væntanlega með einhverju öðru sniði en venjan er, m.a. til að taka mið af því hve seint að kvöldi tími krulludeildarinnar er þannig að leikir verða styttri og/eða fækkað í liðum og spilað með færri steina. Áhugasamir hafi samband við formann deildarinnar.