Íslandsmótið í krullu: Úrslitaleikir í kvöld

Mynd: Sigurgeir Haraldsson
Mynd: Sigurgeir Haraldsson


Í kvöld fara fram úrslitaleikir Íslandsmótsins í krullu. Leikirnir hefjast um kl. 20.30.

Sjö lið tóku þátt í mótinu og komust fjögur þeirra í úrslitakeppni. Í fyrstu umferð úrslitakeppninnar mættust liðin í 1. og 2. sæti, Mammútar og Garpar. Garpar sigruðu og fóru því beint í úrslitaleikinn, en Mammútar mættu Skyttunum í undanúrslitum, eftir að Skytturnar höfðu sigrað Ís-lendingar í fyrstu umferðinni. Skytturnar sigruðu Mammúta í undanúrslitum og fara því í úrslitaleikinn gegn Görpum, en Mammútar og Ís-lendingar mætast i leik um bronsið.

Þetta er í 12. skiptið sem leikið er um Íslandsmeistaratitilinn, en keppt er um bikar sem gefinn var af Wallace-hjónunum frá Granite Curling Club í Seattle í tilefni af vígslu Skautahallarinnar á sínum tíma.

Leikir kvöldsins:
1.-2. sæti: Garpar - Skytturnar (Garpar hafa val um síðasta stein, Skytturnar um lit)
3.-4. sæti: Mammútar - Ís-lendingar (Mammútar hafa val um síðasta stein, Ís-lendingar um lit)