Íslandsmótið í listhlaupi: Fimm gullverðlaun til SA

Myndir: Ásgrímur Ágústsson (Bikarmót 2013)
Myndir: Ásgrímur Ágústsson (Bikarmót 2013)


Stelpurnar úr SA bættu við tvennum gullverðlaunum á seinni degi Íslandsmótsins í listhlaupi og koma því með fimm gullverðlaun heim af mótinu.

Alls tóku 12 stúlkur frá SA þátt í Íslandsmótinu og unnu þær til fimm gullverðlauna, tvennra silfurverðlauna og fjögurra bronsverðlauna. Sömu fimm stúlkurnar unnu til gullverðlauna núna og á Bikarmóti ÍSS fyrr í haust, þær Kolfinna Ýr Birgisdóttir, Rebekka Rós Ómarsdóttir, Marta María Jóhannsdóttir, Aldís Kara Bergsdóttir og Pálína Höskuldsdóttir. 

Hér að neðan er yfirlit um árangur allra keppenda frá SA. Smellið á viðkomandi flokk til að sjá öll úrslit og sundurliðun einkunna á mótavef Skautasambandsins - eða hér til að fara á yfirlitssíðu fyrir alla flokka.

8 ára og yngri B
1. Kolfinna Ýr Birgisdóttir, 13,70
3. Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir, 10,94

8 ára og yngri A
1. Rebekka Rós Ómarsdóttir, 19,70

10 ára og yngri B
1. Aldís Kara Bergsdóttir, 19,28
9. Anna Karen Einisdóttir, 13,16

10 ára og yngri A
1. Marta María Jóhannsdóttir, 30,38

12 ára og yngri B
3. Eva Björg Halldórsdóttir, 17,02

Stúlknaflokkur B
1. Pálína Höskuldsdóttir, 32,42

Stúlknaflokkur A
2. Emilía Rós Ómarsdóttir, 66,39
3. Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir, 59,44

Unglingaflokkur B
3. Guðrún Brynjólfsdóttir, 35,31

Unglingaflokkur A
2. Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir, 86,54