Íslandsmótið um helgina.

Úrslitakeppni Íslandsmótsins leikin á föstudag og laugardag.

Um helgina ræðst hvaða lið verður Íslandsmeistari í krullu árið 2009.  Fjögur lið leika eina umferð allir við alla og síðan leika tvö efstu liðin úr þeirri keppni hreinan úrslitaleik um titilinn en liðin í þriðja og fjórða sætinu leika um þriðja sætið á Íslandsmótinu. Mammútar eru án efa staðráðnir í að verja titilinn en þeir eru núverandi Íslandsmeistarar. Þeir sigruðu forkeppnina (deildarkeppnina ) með yfirburðum þar sem þeir töpuðu ekki leik og hlutu 14 stig. Garpar komu næstir með 10 stig og Üllevål og Víkingar þar næst með 6 stig. Sigurvegarar á íslandsmótinu vinna sér inn rétt til þátttöku á evrópumóti landsliða í krullu sem fer fram í Aberdeen í Skotlandi 5 - 12 desember næsta vetur.  Niðurröðun leikja er eftirfarandi:
Föstudagskvöld kl 22:00 Laugardagskvöld kl. 17:45 
MammútarÜllevålGarparMammútar
GarparVíkingarÜllevålVíkingar
Laugardagsmorgun kl 9:30 Laugardagskvöld kl:20:00 
MammútarGarparÚrslitaleikir 
ÜllevålVíkingarÚrslit 1Úrslit 3
Úrslit 2Úrslit 4