Janúarmótið

Þrír leikir fóru fram í kvöld, einum leik frestað. Garpar efstir í A riðli og Víkingar í  B riðli.

Eftir leiki kvöldsins er ljóst hvaða lið fara í úrslitaleikina. Í A riðli unnu Garpar Pálma group 8 - 4 og Mammútar sigruðu Üllevål örugglega 7 - 1. Garpar byrjuðu á að skora 1 - 1 og 4 fyrstu þremur umferðunum áður en Pálmi group náði að svara með einum í fjóðu umferð. Þá komu 2 hjá Görpum og staðan vænleg eða 8 - 1. Pálmi group náði síðan fínni sjöttu umferð og skoraði 3 steina og endaði leikurinn 8 - 4 fyrir Garpa. Mammútar byrjuðu einnig vel í sínum leik en þeir skoruðu 1 og 3 í fyrstu tveimur umferðum áður en Üllevål náði 1 í þriðju umferð. Mammútar gáfu ekkert eftir og settu 1 - 1 og 1 í þremur síðustu og unnu leikinn 7 - 1.   Í B riðli var baráttan á milli Svartagengis og Skytta um að komast í úrslitaleikina.  Svartagengið náði að knýja fram sigur í lokaumferðinni og ná þar með öðru sætinu í B riðlinum. Skyttur fengu 1 í fyrstu umferð og Svartagengi svaraði með 3 og 1 í næstu umferðum. Þá kom 1 og 1 hjá Skyttum og staðan 4 - 3 fyrir Svartagengi fyrir lokaumferðina þar sem Svartagengið náði að setja 1 í lokin og vinna leikinn og tryggja sér sæti í úrslitum. Leik Bragðarefa og Fífa var frestað vegna veikinda leikmanna Bragðarefa og verður hann leikinn á miðvikudag, en við verðum að bíða eftir úrslitum úr þeim leik til að geta raðað leikjum neðar í riðlunum. Vinni Bragðarefir enda þeir í þriðja sæti riðilsins og spila við Ülevål en vinni Fífur enda þær í fjórða sæti og spila við Pálma group. Undanúrlit verða leikin á mánudag en það sem vitað er að  Garpar og Svartagengið spila saman og Víkingar og Mammútar.   Stig og staða hér