Karfan er tóm.
Átta lið taka þátt í mótinu og er þeim skipt í tvo riðla. Leikdagar eru 4., 6., 11. janúar í riðlunum og svo úrslitaleikir mánudagskvöldið 18. janúar.
Allir leika við alla innan riðlanna en síðan leika sigurlið riðlanna til úrslita um sigur í mótinu, liðin í 2. sæti riðlanna leika um bronsverðlaun o.s.frv. Vakin skal athygli á því að allir leikir eru leiknir "til úrslita", sem þýðir að ef jafnt er eftir 6 umferðir skal leika aukaumferð til að skera úr um sigurvegara.
Reglur mótsins er að finna í tenglinum "Janúarmótið 2010" í valmyndinni hér til hliðar sem og í excel-skjalinu með leikjadagskránni. Í excel-skjalinu eru ekki fyllilega réttar upplýsingar um liðsmenn allra liða og eru viðkomandi beðnir um að koma á framfæri leiðréttingum og viðbótum sem vantar.
Leikjadagskrá í excel-skjali hér. Leikjadagskrána og yfirlit um ísumsjón er einnig að finna á dagatalinu til hægri á síðunni. Smellið á grænu dagana til að sjá nánari upplýsingar.