Karfan er tóm.
Úrslitaleikir Janúarmótsins fóru fram í kvöld. Um sigurinn bitust Garpar og Mammútar. Mammútar höfðu betur og unnu því Janúarmótið annað árið í röð. Liðið byrjaði þetta keppnistímabil fremur illa en hefur sótt í sig veðrið, náði 2. sæti á Gimli Cup og vann núna Janúarmótið. Garpar náðu sér hins vegar í verðlaun í fjórða mótinu í röð þennan veturinn (1 gull, 2 silfur, 1 brons). Í leiknum um bronsið sigruðu Skytturnar Fífurnar og má næstum segja að Skytturnar hafi verið í "verðlaunasæti" á öllum mótum vetrarins eins og Garpar - þótt tæknilega þýði það ekki verðlaun að tapa í undanúrslitum í bikarmóti. Skytturnar hafa hins vegar unnið tvö mót í vetur, orðið í 2. sæti í einu og 3. sæti í einu, auk þess að komast í undanúrslit bikarmótsins. Í leiknum um 5.-6. sæti sigruðu Víkingar Büllevål og Svarta gengið hafði betur gegn Riddurum í botnslagnum.
Úrslit kvöldsins:
1.-2. sæti: Garpar - Mammútar 2-8
3.-4. sæti: Skytturnar - Fífurnar 6-2
5.-6. sæti: Víkingar - Büllevål 6-4
7.-8. sæti: Svarta gengið - Riddarar 9-3
Það voru semsagt þrjú lið úr A-riðli sem unnu leiki sína um sæti en eina liðið úr B-riðli sem vann í kvöld var Mammútar.
Úrslit allra leikja er að finna í excel-skjali hér.