Jólasýning

Kæru iðkendur og foreldrar! Nú fer að styttast í jólasýningu hjá okkur. Í ár sýna krakkarnir okkar

 

Þegar trölli stal jólunum

 

sunnudaginn 18. desember kl.  16:30

 

Aðgangur 500 kr fyrir fullorðna

 

frítt fyrir 12 ára og yngri

 

Ekki er tekið við greiðslukortum

 

Allir iðkendur fá hlutverk og hvetjum við ykkur til þess að mæta ásamt öðrum gestum,líta upp frá amstri jólanna og njóta stundarinnar með börnunum ykkar. Foreldrafélagið mun standa fyrir kaffisölu í hléi á sýningunni.

 

Hér eru upplýsingar um það hvernig hver flokkur á að vera klæddur.

 

3. flokkur S: Þau eru krakkar að leika sér með jólagjafir.  Þau eiga að vera í jólalegum fötum, mega koma í skautakjólum ef þær vilja.


3. flokkur H: Þau eru hreindýr og eiga að koma í fallegum jólalegum fötum eða skautakjólum, það fást hreindýrahorn/hreindýraspangir í hár í Ice in a bucket, væri frábært að vera með það í hárinu!


4. flokkur a og b (hóparnir þeirra Helgu, Audrey, Heiðu og Berglindar):  Þau eru krakkar að undirbúa jólin, eiga að vera í fallegum jólafötum.


4. flokkur c (hópurinn þeirra Eriku og Ástu): Þau eru snjókorn, þau fá búningana hjá listhlaupadeildinni, eiga bara að mæta í venjulegum æfingafötum!

 

Jólafrí er svo að lokinni sýningu og verður nánar auglýst síðar hvenær æfingar hefjast að nýju
Upplýsingar er hægt að nálgast hjá þjálfurum og stjórn listhlaupadeildar.