Karfan er tóm.
Strax á eftir kvennaleiknum í gærkvöldi áttust við Jötnar og Víkingar. Þrátt fyrir að flestir gerðu ráð fyrir sigri Víkinganna þá var eitthvað allt annað uppi á teningnum í gær því Jötnarnir gerðu sér lítið fyrir og unnu leikinn með 3 mörkum gegn 2. Víkingar mættu með rétt rúmar tvær línur en Jötnar voru aðeins fleiri. Eftir síðustu tilfærslu voru Jón Gísla, Stefán Hrafnsson og Björn Már Jakobsson færðir í Jötna en það voru einu einu leikmenn Jötna úr Íslandsmeistraliði síðasta vors. Víkingar voru því full sigurvissir og þrátt fyrir ágæta spretti tókst þeim ekki að koma pekkinum inn fyrr enn á lokamínútum leiksins.
Jötnarnir hins vegar tóku þetta jafnt og þétt, skoruðu eitt mark í hverri lotu og voru þéttir og þolinmóðir. Markmenn Jötna, Einar Eyland og Veigar Árnason stóðu sig vel en það var þó hrein hending ef skot Víkinga rötuðu á markið. Jötnar komust í 3 - 0, áður en Jötnar skoruðu tvö mörk á síðustu fimm mínútum leiksins. Þó nokkur hiti var í mönnum og ef einhver hélt að þessar viðureignir væru ekki teknar alvarlega, þá er öðru nær. Töluvert var um brottvísanir og m.a. var þjálfari Víkinganna Josh Gribben rekin í sturtu eftir "orðaskipti" við dómara leikisins Andra Magnússon. Um bekkinn hjá Jötnunum sá Ingvar Þór Jónsson. Í lok leiks fengu ruslatunnur að fljúga og hurðum var skellt - það verður stemning á næstu æfingu.
Mörk og stoðsendingar
Víkingar: Sigurður Sigurðsson 2/0
Jötnar: Stefán Hrafnsson 0/3, Jón Gíslason 2/0, Aron Böðvarsson 1/0
Brottvísanir Víkingar 35mín
Brottvísanir Jötna: 4mín.