Jötnar með sigur í síðasta deildarleiknum

Mynd: Ásgrímur Ágústsson (22.01.2013)
Mynd: Ásgrímur Ágústsson (22.01.2013)


Jötnar sigruðu Fálka í lokaleik deildakeppni karla á Íslandsmótinu í íshokkí, 5-2.

Aðeins eitt mark var gert í fyrstu tveimur leikhlutunum. Það gerði Ólafur Sigurðsson fyrir Jötna í upphafi annars leikhluta. Í lokaleikhlutanum komu síðan samtals sex mörk. Ingvar Þór Jónsson, Andri Már Mikaelsson og Hafþór Sigrúnarson skoruðu fyrir Jötna og staðan orðin 4-0. Þá komu tvö mörk frá gestunum, en Ingþór Árnason skoraði svo fimmta mark Jötna undir lokin. Lokatölur: Jötnar - Fálkar 5-2 (0-0, 1-0, 4-2).

Mörk/stoðsendingar
Jötnar
Andri Már Mikaelsson 1/2
Ingvar Þór Jónsson 1/1
Ólafur Sigurðsson 1/0
Hafþór Andri Sigrúnarson 1/0
Ingþór Árnason 1/0
Orri Blöndal 0/1
Jóhann Már Lefisson 0/1
Refsingar: 2 mínútur
Varin skot: 20

Fálkar
Gísli Guðjónsson 1/0
Daníel Magnússon 1/0
Refsingar: 4 mínútur
Varin skot: 46