Kristalsmót fyrir C keppendur í Egilshöll

Um næstu helgi fer fram Kristalsmót fyrir C keppendur. Æfingar munu eitthvað breytast/falla niður vegna fjarveru þjálfara og því er mikilvægt að fylgjast vel með hér á heimasíðunni. Undir "lesa meira" má finna lista yfir þá sem keppa á mótinu og einnig tékklista sem gott er að prenta út.

 

Keppendalisti LSA á C-mót 2009


12 ára og yngri BT
Hildur Emelía Svavarsdóttir

15 ára og eldri C
Hildigunnur Larsen

14 ára og yngri C
Halldóra Hlíf Hjaltadóttir
Bergdís Lind Bjarnadóttir
Harpa Rós Jónsdóttir

12 ára og yngri C
Daníela Jóna Gísladóttir
Margrét Guðbrandsdóttir
Sóldís Diljá Kristjánsdóttir
Lilja Iren Gjerde
Aldís Rún Ásmundsdóttir
Odda Júlía Snorradóttir
Klara Sif Magnúsdóttir
Iðunn Árnadóttir
Kolbrún Lind Malmquist
Bríet Ósk Ólafsdóttir
Heba Þórhildur Stefánsdóttir

13 ára og yngri C drengir
Grétar Þór Helgason

10 ára og yngri C
Elísa Ósk Jónsdóttir
Heiðrún Guðmundsdóttir
Harpa Lind Hjálmarsdóttir
Sara Samúelsdóttir
Sandra Lilja Björgvinsdóttir
María Rós Magnúsdóttir

11 ára og yngri C drengir
Jóhann Jörgen Kjerúlf

8 ára og yngri C
Sólveig Lilja Einarsdóttir

 

Tékklisti keppenda - Það sem þarf að hafa í keppni

  • Skautar
  • Skautahlífar
  • Keppniskjóll/samfestingur og helst einn til vara
  • Hettulaus (flís)peysa til að hita upp í á ísnum
  • Æfingaföt til að hita upp afís
  • Fingravettlingar
  • Skautasokkabuxur, tvennar
  • Spennur og teygjur í hár
  • Íþróttaskór til að hita upp í
  • Hlý úlpa meðan beðið er og teppi
  • Vatnsbrúsi
  • Hælsærisplástrar



Það sem hafa þarf í huga þegar keppni er framundan:


• Að vera úthvíldur og vel sofinn
• Muna að borða hollan mat og drekka vel af vatni vikuna fyrir mót
• Forðast atburði sem geta leitt til meiðsla
• Nota þann tíma sem gefst í að slaka á
• Fara reglulega í gegnum prógrammið/prógrömmin í huganum t.d. áður en farið er að sofa
• Teygja LÉTT á á hverjum degi en styttra í einu en venjulega
• Muna að hugsa á jákvæðum nótum