Akureyrarmótið í krullu hefst mánudaginn 23. september

Mynd: HI
Mynd: HI


Skráningarfrestur í Akureyrarmótið er til hádegis mánudaginn 23. september. Fyrsta umferð er þá um kvöldið og jafnframt verður dregið um töfluröð.

Fyrsta umferð Akureyrarmótsins verður því mánudagskvöldið 23. september og verður sami háttur hafður á og á liðnum vetri, aðeins verður leikið á mánudagskvöldum. Áfram verða æfingar á miðvikudagskvöldum og hugsanlega leikir ef fresta þarf leikjum og ekki hægt að koma þeim fyrir á mánudagskvöldi.

Fimm lið hafa nú þegar skráð sig til leiks: Freyjur, Garpar, Ice Hunt, Mammútar og Víkingar. Þau tíðindi gerast nú að meðal liða sem taka þátt er lið sem eingöngu er skipað konum, en slíkt hefur ekki gerst áður í krullunni hér á landi nema á Ice Cup.

Skráning í Akureyrarmótið stendur til hádegis mánudaginn 23. september – hægt er að skrá sig á skráningarsíðu á netinu, með pósti í haring@simnet.is eða í síma 8242778.

Krullufólk sem vantar að komast í lið eða vantar samherja til að fullmanna liðið sitt er hvatt til að hafa samband við formann Krulludeildar í tíma þannig að hægt verði að ná saman sem flestum liðum og að allir sem vilja geti verið með í mótinu.

Þátttökugjald er 7.000 krónur á lið, leggist inn á reikning Krulludeildar, 0302-13-306209, kt. 620911-1000. Sendið staðfestingarpóst í netfangið davidvals@simnet.is þegar greitt er.