Karfan er tóm.
Styrktarkvöld vegna þátttöku krullulandsliðsins í EM. Happdrættisvinningar að verðmæti 100.000 krónur.
Í byrjun október halda fimm vaskir krullumenn frá Akureyri til Tyrklands til þátttöku í C-keppni Evrópumótsins í krullu.
Svona ferðir kosta bæði peninga, fyrirhöfn og tíma og því hafa liðsmenn ákveðið að standa fyrir styrktarkvöldi á Strikinu fimmtudagskvöldið 27. september kl. 20.30. Krulla á breiðtjaldi, spjall og spekúleringar, maður er manns gaman, flatbrauð og flotbrauð til sölu á þægilegu verði og síðast en ekki síst verður haldið happdrætti með vinningum að verðmæti um 100.000 krónur - miðinn kostar aðeins 1.000 krónur og verður til sölu á staðnum.
Krullufólk, kíkið á Strikið, takið með ykkur vini og félaga því þetta er gott tækifæri til að kynna íþróttina fyrir nýju fólki um leið og við styrkjum félaga okkar sem eru á leið til Tyrklands.