Karfan er tóm.
Mánudagskvöldið 13. desember fer fram kosning um krullumann ársins.
Útbúinn hefur verið atkvæðaseðill með nöfnum allra sem tóku þátt í krullumótum á árinu 2010. Þetta eru Janúarmótið, Íslandsmótið, Ice Cup, Gimli Cup, Akureyrarmótið, Bikarmótið og Aðventumótið. Allt þetta krullufólk er í kjöri um krullumann ársins.
Hér að neðan er tengill á atkvæðaseðil sem fólk getur prentað út ef það vill, merkt inn á seðilinn það krullufólk sem það vill setja í 1., 2. og 3. sæti. Einnig verður formaður Krulludeildar með atkvæðaseðla með sér sem fólk getur fengið og merkt inn á seðilinn á staðnum og skilað. Ekki er hægt að kjósa með því að senda annan með sinn seðil, aðeins þeir sem mæta á staðinn (annað hvort með tilbúinn seðil eða merkja á seðil á staðnum) geta tekið þátt.