Leikir gærdagsins

Garpar sigruðu í toppslag A riðils, Víkingar efstir í B riðli.

Í A riðli áttust við annars vegar Garpar og Mammútar og Pálmi group og Riddarar. Leikur Garpa og Mammúta var uppgjör á milli efstu liða í riðlinum og lauk honum með sigri Garpa eftir ótrúlegan endasprett. Mammútar virtust vera búnir að tryggja sér sigurinn eftir fjórar umferðir þegar staðan var 6 - 0 þeim í hag og aðeins tvær umferðir eftir. Garpar náðu að skora 3 steina í fimmta enda og í sjötta enda náðu þeir að stela fjórum steinum og vinna leikinn 7 - 6. Það er ekki búið fyrr en það er búið á vel við í þessu sambandi.  Pámi group vann sinn annan leik í mótinu á móti Riddurum 5 - 2 og er kominn með 4 stig og getur náð 6 stigum ef þeir vinna Garpa í síðasta leiknum. Mammútar geta einnig náð 6 stigum með sigri á Ullevål í síðasta leik riðlakeppninnar. Í B riðli sigruðu Víkingar "veikt" lið Bragðarefa 9 - 3 og tryggðu sig í úrslitakeppnina. Bæði Davíð og Hannela voru ekki við bestu heilsu og Jón Einar lá heima og kom því ekki við sögu í leiknum. Víkingar þurfa að bíða eftir úrslitum í leik Svartagengis og Skytta þar sem annað hvort liðið nær þeim að stigum og það fer eftir því hvort liðið sigrar í hvaða sæti Víkingar lenda en þeir sigruðu Svartagengið en töpuðu fyrir Skyttum. Skyttur unnu síðan Fífur 6 - 3  í B riðlinum þar sem hvort lið sigraði þrjá enda en Skyttur settu einn fjarka en allir hinir endar enduðu með einum stein. Skyttur eiga möguleika á efsta sæti riðilsins ef þeir vinna Svartagengið í síðasta leiknum á mánudaginn. Stig og staða hér