Karfan er tóm.
Skautamaraþon listhlaupadeildar hófst í dag og á morgun stendur Tim Brithen yfirlandsliðsþjálfari ÍHÍ fyrir ásstandskoðun á leikmönnum landsliða í íshokkí.
Ístímar hafa verið vel nýttir í höllinni dag þar sem æfingar hafa staðið yfir hjá listhlaupadeild frá því snemma í morgun en upp úr hádegi hófst skautamaraþon þar sem iðkenndur lishlaupadeildar stunda æfingar í heilann sólahring eða þar til kl 13.00 á morgun. Tilvalið fyrir þá skautaunnendur sem ekki geta sofið að kíkja við í höllina í nótt og fylgjast með ungum skauturum sýna listir sínar.
Í fyrramálið munu svo öll horn hallarinnar, bílaplanið og vegurinn frá leirunesti að flugvellinum verða nýtt til ásstandsskoðunar á leikmönnum landsliða í íshokkí. Tim Brithen nýráðin yfirlandsliðsþjálfari ÍHÍ kom við í skautahöllinni í kvöld og kannaði aðstæður til prófanna í höllinni. Hann hefur skipulagt mjög yfirgripsmikla dagskrá fyrir morgundaginn þar sem leikmenn verða meðal annars prófaðir í styrk, snerpu, þoli, liðleika og líkamsvexti.