Karfan er tóm.
Íshokkísamband Íslands valdi á dögunum Lindu Brá Sveinsdóttur íshokkíkonu ársins fyrir árið 2014.
Hér er umfjöllun um Lindu af vef ÍHÍ:
"Íshokkíkona ársins 2014 er Linda Brá Sveinsdóttir sóknarmaður og fyrirliði hjá Ásynju liðs Skautafélags Akureyrar. Linda Brá er fædd 1. júlí 1990 og hóf að leika íshokkí haustið 2007.
Linda er því að leika núna sitt 8. tímabil. 7 sinnum hefur Linda Brá hampað íslandsmeistara titli með félögum sínum í SA. Linda hefur í þrígang keppt fyrir íslands hönd á heimsmeistaramótum kvenna, 2011, 2012 og núna síðast i Reykjavík 2014 þar sem hún var með stigahæstu konum.
Linda Brá er einstaklega jákvæð og ósérhlífin og dregur fram það besta í liðsfélögum sínum. Hún er frábær fyrirmynd allra íslenskra íhokkí- kvenna og stúlkna og er félagsliði sínu og landsliði ávallt til sóma hvort sem er á ísnum eða utan hans."
Til hamingju með nafnbótina Linda!