Listhlaupsdagur í Skautahöllinni


Sunnudaginn 1. september verður mikið um að vera á svellinu og utan þess því Listhlaupadeild Skautafélags Akureyrar stendur fyrir Listhlaupadeginum 2013. Allir eru velkomnir að koma og prófa. Núverandi (nýir og gamlir) iðkendur þurfa að mæta til skráningar vegna æfinga vetrarins.

Listhlaup er íþrótt sem er bæði fyrir stráka og selpur. Því eru allir velkomnir í Skautahöllina á Akureyri sunnudaginn 1. september kl. 13.00-15.00 til að koma og prófa að skauta og fá sér heitt kakó. Þjálfarar og eldri iðkendur verða á svellinu til aðstoðar. Þetta er kjörið tækifæri til að koma og kynnast þessari skemmtilegu íþrótt og fá upplýsingar um æfingatíma, búnað og annað sem að gagni kemur.

Allir iðkendur, nýir sem gamlir, þurfa að mæta til skráningar á þessum degi kl. 13-15.

Nánari upplýsingar sem varða æfingar hjá Listhlaupadeild SA veitir skautastjórinn, Kristín Helga Hafþórsdóttir, í netfanginu thjalfari@listhlaup.is.