Mammútar unnu Gimli Cup annað árið í röð

Mynd: Sigurgeir Haraldsson
Mynd: Sigurgeir Haraldsson


Lið Mammúta fór taplaust í gegnum annað mótið í röð og tryggði sér sigur í Gimli Cup annað árið í röð. Liðið er einnig Akureyrarmeistari 2013.

Mammútar og Dollý mættust í hreinum úrslitaleik um efsta sæti mótsins því með sigri gat Dollý náð Mammútum að stigum og hefði náð fyrsta sætinu vegna sigurs í innbyrðis viðureign. En Mammútar, sem höfðu fyrr í haust tryggt sér sigur í Akureyrarmótinu með fullu húsi, bættu öðrum bikar í safnið og unnu alla leikina í Gimli Cup. Með tapinu fór Dollý hins vegar niður í þriðja sætið því Freyjur náðu þeim að stigum, bæði liðin enduðu með þrjá vinninga, en Freyjur fá silfrið vegna sigurs í innbyrðis viðureign þessara liða.

Þetta er í þrettánda sinn sem keppt er um Gimli bikarinn, en hann var gefinn til Krulludeildarinnar í tilefni af vígslu Skautahallarinnar árið 2000.

Lið Mammútar skipa þeir Jens Kristinn Gíslason, Jón Ingi Sigurðsson, Ólafur Freyr Númason, Sigurður Ingi Steindórsson og Sveinn H. Steingrímsson.

Úrslit 5. umferðar:
Mammútar - Dollý 7-2
Víkingar - Ice Hunt 7-4
Freyjur - Skytturnar 1-0

Lokastaðan

Röð   Lið Sigrar   Töp
1. Mammútar  5 0
2.  Freyjur 3 2
3.  Dollý  3 2
4. Víkingar 2 3
5. Ice Hunt 2 3
6. Skytturnar 0 6




Mammútar: Jón Ingi Sigurðsson, Ólafur Freyr Númason, Sveinn H. Steingrímsson og Jens Kristinn Gíslason. Á myndina vantar Sigurð Inga Steindórsson. Mynd: Sigurgeir Haraldsson.