Markaregn hjá Ynjum

Diljá Sif skoraði fjögur. Mynd: Sigurgeir Haralds.
Diljá Sif skoraði fjögur. Mynd: Sigurgeir Haralds.

Védís Áslaug Beck Valdemarsdóttir skrifar:

Í gærkvöldi tóku Ynjur á móti SR í flottum markaleik í Skautahöllinni á Akureyri. Diljá Sif Björgvinsdóttir skoraði fjögur mörk. Tólf ára leikmaður Ynja, Sunna Björgvinsdóttir, skoraði sitt fyrsta meistaraflokksmark. Lokatölur: Ynjur - SR 13-0 (2-0, 9-0, 2-0).

Hvorugu liðinu tókst að skora framan af fyrsta leikhluta, en fyrsta mark leiksins kom þegar Diljá Sif Björgvinsdóttir opnaði markaregnið fyrir Ynjur á 12 mínútu. Annað mark Ynja skoraði Sunna Björgvinsdóttir, 12 ára Akureyrarmær, og það var jafnframt hennar fyrsta mark með meistaraflokki kvenna. Staðan eftir fyrsta leikhluta var þá orðin 2:0.

Í öðrum leikhluta komu hvorki meira né minna en 9 mörk og var þá staðan orðin 11:0 eftir annan leikhluta. 

Eftir annan leikhluta var spennan farin að dvína en SR stelpur hættu alls ekki að berjast og náðu Ynjur einungis að skora 2 mörk í þriðja leikhluta. 

Ynjur mæta SR stelpum næst í Laugardalnum 24. febrúar og svo aftur 2. mars í lokaleikjum deildarkeppninnar.
 
Mörk/stoðsendingar
Ynjur
Diljá Sif Björgvinsdóttir 4/0
Guðrún Blöndal 3/1
Silvía Rán Björgvinsdóttir 2/2
Birna Baldursdóttir 2/1
Sunna Björgvinsdóttir 2/1
Kristín Björg Jónsdóttir 0/3
Harpa M. Benediktsdóttir 0/2

Refsingar Ynja: 12 mínútur
Varin skot: 10 (3+4+3)

SR
Refsingar: 6 mínútur
Varin skot: 35 (17+7+11)
 
Sigurgeir Haraldsson beindi linsunni að leiknum. Smellið á myndina til að opna myndaalbúmið.