Karfan er tóm.
Mótanefnd er ætlað að sjá um skipulag og framkvæmd móta á vegum Krulludeildar, fara yfir og endurskoða reglur eftir því sem ástæða þykir til, koma með nýjungar í mótahaldi til að fjölga iðkendum og tækifærum til keppni eftir því sem aðstæður leyfa og síðast en ekki síst að kynna og undirbúa Ice Cup og sjá um framkvæmd þess móts í samvinnu við starfshópa á ýmsum sviðum.
Í mótanefnd eru: Haraldur Ingólfsson, Jens Kristinn Gíslason og Rúnar Steingrímsson.
Þessi nýja mótanefnd hélt í morgun sinn fyrsta fund ásamt Hallgrími Valssyni, formanni Krulludeildar. Farið var yfir endurskoðaðar mótareglur, skipulag næsta móts, áætlanir um mótahald vetrarins, rætt um tímasetningu Ice Cup og ýmislegt fleira.
Nánar verður sagt frá Gimli Cup og mótareglum í annarri frétt síðar í dag.