Nýjar frystivélar

Nýrri frystivél var komið fyrir sunnan við skautahöllina í dag en sú gamla var úr sér gengin en hún hefur þjónað skautafólki síðan 2001. Gamla vélin var hífð frá og nýrri vél sem smíðuð var í Tékklandi var komið í staðinn. Nýja frystivélin er með kolsýrukerfi sem er umhverfisvænn kælimiðill en næstu dagar fara í að tengja nýju vélina kerfið svo hægt sé að hefja ísgerð fyrir nýtt skautatímabil.