Önnur umferð janúarmótsins

Víkingar efstir í B riðli eftir tvær umferðir. 

Víkingar héldu sigurgöngu sinni áfram í kvöld þegar þeir mættu Fífunum. Víkingar unnu þrjár fyrstu loturnar og voru komnir með 6 steina áður en Fífur skoruðu 1 stein í fjórðu umferð. Víkingar skoruðu síðan 1 í fimmtu umferð og Fífur enduðu á að skora 2 í síðustu umferð. Leikurinn endaði því 7 - 3 fyrir Víkinga. Í hinum leiknum í B riðli áttust við Bragðarefir og Svartagengið. Svartagengið byrjaði á því að skora 4 í fyrstu umferð og 1 í næstu og því komnir í fína stöðu 5-0. Bragðarefir voru ekki á því að gefast upp og snéru leiknum sér í hag með því að vinna þrjár næstu umferðir 3 - 1 - 2 og komast yfir 6 - 5 fyrir síðustu umferð. Staðan leit vel út fyrir þá þar þegar umferðinni var að ljúka þar sem þeir áttu stein nánast á miðju á bakvið mikinn varnarmúr en Ómari tókst einhvernvegin ( hann veit ekki sjálfur hvernig) að dangla stein í stein og annan stein og setja sinn innstann og tryggja aukaumferð. Fyrir síðasta stein Svartagengis í aukaumferðinni var enginn steinn sem snerti hring en margir framanvið og aftur setti Ómar stein í stein og setti sinn innstann. Jónsi renndi sínum síðasta stein örlítið of hratt þannig að hann lak í gegn og Svartagengið fagnaði því sigri 7 - 6. Í A riðli sigruðu Garpar Tryggvalausa Riddara ( enda var óvenju hljótt í húsinu)  6 - 3 þar sem Garpar skoruðu 2 í fyrstu umferð og Riddarar svöruðu með 1 í næstu. Garpar skoruðu næst 1 - 1 og 2 og voru komnir í 6 - 1 fyrir síðustu umferð sem Riddarar unnu með 2 og endaði leikurinn 6 - 3 fyrir Garpa.  Pálmi group sigraði Üllevål 7 - 4 . Þetta var fyrsti sigurleikur Pálma en þeir byrjuðu á að skora 1 og 3 sem Üllevål svaraði með 1 og 1 en þá skoruðu Pálmi og félagar aftur 3 og komnir í fína stöðu 7 - 2  fyrir síðustu umferð. Üllevål skorðai 2 í síðustu umferð og endaði leikurinn 7 - 4 fyrir Pálma group. Fjögur lið í A riðli eru með 2 stig en Garpar og Mammútar eiga leik til góða þar sem þau lið hafa aðeins leikið einn leik. Stig og staða HÉR