Opnir hokkítímar um helgina, Sumarhokkískólinn hefst á mánudag

Mynd: Ásgrímur Ágústsson
Mynd: Ásgrímur Ágústsson


Á laugardag og sunnudag, 10. og 11. ágúst, verða opnir hokkítímar fyrir krakka í 7.-4. flokki. Sumarhokkískóli SA verður 12.-16. ágúst, nokkur pláss enn laus.

Um helgina geta krakkar komið í skautahöllina og spilað hokkí. Tímarnir eru fyrir krakka í 7-4. flokki og verður ísnum skipt eftir aldri. Enginn þjálfari verður á ísnum með krökkunum heldur er um opinn tíma að ræða, en Sarah Smiley verður í höllinni til að fylgjast með. Foreldrar og vinir krakkanna eru hvattir til að koma með þeim og verður hægt að lánaða skautar, kylfur og hjálma. Ekki þarf að skrá sig heldur bara að mæta. Það kostar 500 krónur inn.

Opnir hokkítímar verða:
Laugardagur 10. ágúst kl. 15:45-17:45
Sunnudagur 11. ágúst kl. 12:00-13:50

Sumarhokkískóli 12.-16. ágúst
Forskráning er yfirstaðin en nokkur pláss ennþá eftir í sumarhokkískóla SA sem hefst komandi mánudag. Þátttökugjald er núna á 12.500 krónur og fer skráning fram með tölvupósti í hockeysmiley@gmail.com.

Dagskrá:

2007-2002
12-16. águst kl. 7:45-12:40
7:45 MÆTING OG MÓTTAKA (húsið verður opnað frá 7:30)
8:10-9:00 ísæfing
9:15-10:00 afísþjálfun
10:00-10:40 fræðsla og nesti
10:40-11:10 kylfutækni
11:50-12:40 ísæfing
12:40 BÚIÐ OG BÖRN SÓTT

2001-1996
12-16. ágúst kl. 12:15-17:40
12:15 MÆTING
12: 40 tilbúin að fara á ís
12:50-13:40 ísæfing
13:55-14:45 afísþjálfun
14:45-15:30 fræðsla og nesti
15:30-16:10 kylfu tækni
16:40-17:40 ísæfing
17:40 BÚIÐ